Quantcast
Channel: Matur – Fagurkerar
Viewing all 123 articles
Browse latest View live

Heimsins besta skinkusalat

$
0
0

Föðursystir hans Óttars býr til heimsins besta skinkusalat. 

Við höfum gert margar tilraunir til þess að ná því jafn góðu og hún gerir það en ég er alveg viss um að hún eigi eitthvað leyni krydd heima hjá sér þar sem hennar verður alltaf aðeins betra en okkar!

Við erum þó búin að ná að mastera uppskriftina nokkurnvegin, eða að minnsta kosti búin að ná því svo góðu að ein uppskrift klárast einn tveir og tíu á okkar heimili. 

Á laugardagskvöldið síðasta fékk ég ótal margar spurningar á snappinu þar sem beðið var um uppskriftina þegar Óttar, maðurinn minn var að útbúa skinkusalatið klukkan rúmlega 23 mér til mikillar furðu!

mynd

Skinkusalat uppskrift: 

1 og hálft bréf skinka 
1 dós aspas – skorin í bita
4  egg
500 ml maj0nes
Aromat 

Aðferð: 

Hrærið maj0nesið vel þar til það er laust við alla kjekki. Sjóðið eggin, skerið skinkuna og eggin í litla bita. Setjið aspasinn í sigti og maukið hann vel. Setjið örlítið af aspassafanum úr dósinni ofan í majonesið og hrærið það vel saman við. Blandið öllum hráefnum ofan í majonesið og setjiði svo dass af Aromat yfir. Okkur þykir gott að setja mikið af Aromati en það þarf þó að fara varlega þar sem kryddið þarf að fá að liggja í nokkrar mínútur í salatinu til þess að allt bragðefnið komi í ljós. Það er því betra að byrja smátt og vinna sig hægt og rólega upp þar til þið finnið bragð sem ykkur þykir gott. 

Þetta skinkusalat er hægt að nota á allt sem ykkur dettur í hug, brauðrétti, samlokur eða ritskex. Besta við það er að það er betra daginn eftir þegar hráefnin hafa fengið að liggja í majonesinu yfir nótt!

Verði ykkur að góðu, 

aníta

snaptag


Æðislegar costco risarækjur – Uppskrift

$
0
0

Ég hef fundið algjöran gullmola í Costco sem dettur reglulega í innkaupakörfuna sem er reyndar á stærð við húsbíl í þeirri ágætu búð :)

Rækjurnar sem ég kaupi og þær eru raw tail on en það er ótrúlega auðvelt að taka þennan litla hala af og hann er mjög lítinn og þar af leiðandi er ekki mikið sem fer til spillis.

Rækjurnar kosta 1990 fyrir heilan pakka – 21-25 stk í pakkanum
where-to-buy-in-korea-online-shopping-english-kirkland-signature-frozen-raw-tail-on-shrimp21-25

Hérna er uppskrift sem klikkar ekki og er ótrúlega einföld

Hálfur pakki er nóg fyrir tvo fullorðna í kvöldmat en væri nóg fyrir 4 ef um forrétt væri að ræða

IMG_20170920_171451

IMG_20170920_164353

Sósan er einföld en góð

2 dl thai Chilli sósa

1-2 msk sriracha sósa ( fer eftir því hversu sterkan rétt þið viljið)

2-4 hvítlauksgeirar

2 tsk saxaður chilli ( kaupi frosinn í bónus og nota eftir þörfum )

2 msk söxuð steinselja ( kaupi frosna í bónus og nota eftir þörfum )

Salt og pipar

 

IMG_20170920_172013
Steikjum rækjurnar uppúr avocadó olíu sem fæst einnig í Costco og bætum sósunni útá, gott að leyfa sósunni að malla og vökvanum að gufa upp.
IMG_20170920_172651

IMG_20170920_172933

Lokaútkoman er virkilega góð og hægt að bera fram með salati, núðlum eða spagettí.

 

Mæli svo sannarlega með því að þið prófið :)

 

Hanna

Þið finnið mig á snapchat – Hannsythora

HANNSYTHORA

HANNSYTHORA

Crepes – ljúffengur kvöldmatur & einfalt að útbúa

$
0
0

Ég byrjaði að elska crepes fyrir mörgum árum þegar ég smakkaði það fyrst á Adesso í Smáralindinni. Síðan þá hef ég farið þangað & fengið mér svoleiðis öðru hvoru og það er alltaf jafn gott.

En fyrir nokkru síðan datt mér í hug að prófa að leika þetta eftir heima. Það sem kom rosalega mikið á óvart er hversu auðvelt er að gera þetta heima, svo er þetta líka alveg jafn gott heimatilbúið. Ég mæli klárlega með því að smakka crepes á Adesso, en í þessari færslu langar mig að deila því með ykkur hvernig ég geri crepes heima.

Þetta er súper einfalt & ótrúlega gott, klikkar ekki! Ekki skemmir fyrir að þetta er ódýr matur. 

Ég hef sýnt tvisvar sinnum frá því á Snapchat þegar ég geri crepes & í fyrra skiptið deildi ég uppskriftinni þar inni, en ég gerði þetta aftur í síðustu viku & ákvað að gera færslu í þetta skiptið. Ég sendi þó nokkrum uppskriftina sem báðu um hana & mér finnst alltaf jafn gaman þegar fylgjendur mínir senda mér mynd af mat sem þeir gera út frá uppskriftum sem ég sendi þeim! <3

 

Screenshot_20170519-192053

21768215_10155083553189422_1663538347619358480_n

21764766_10155083553154422_5387293398849473552_n

21765292_10155083553344422_8415342798838199757_n

21687953_10155083553349422_706270452632671775_n

Nokkrar crepes myndir frá fylgjendum :) 

 

 

Hér kemur uppskriftin: Crepes fyrir fjóra:

2 egg

¼ tsk salt

1 bolli hveiti

1 tsk lyftiduft

2 msk smjör (bræða)

1 bolli mjólk (ég nota fjörmjólk eða léttmjólk)

 

Mjólk & eggjum blandað saman & síðan eru þurrefnunum bætt út í & að lokum smjörinu (bræða það fyrst). Síðan eru pönnukökurnar steiktar á pönnu. Mér finnst langbest að setja svo hrísgrjón, steikta skinku með osti ofan á (gott að setja svo season all ofan á ostinn), papriku & púrrulauk í pönnukökurnar (ég steiki ekki grænmetið) & svo að lokum hvítlaukssósu (ég nota frá E.Finnsson eða Bónus). 

Það er hægt að setja nánast hvað sem er í pönnukökurnar en þetta er það sem mér finnst best, um að gera prófa sig áfram :)

 

Verði ykkur að góðu, endilega sendið mér mynd á Snapchat svo af meistaraverkinu ykkar!

 

21765148_10155083554469422_2066833309014282944_n

 

Þið finnið mig á Snapchat, Instagram & Facebook: tinnzy88

 

TF

 

 

Kjúklinga Quesadillas

$
0
0

Ég er mjög hrifin af mexikönskum mat og nýti ég oft tækifærið og geri quesadillas þegar ég á afgangs kjúkling.

Uppskriftin er mjög einföld og auðvelt að breyta henni ef maður vill bæta einhverju við eða laga til styrkleikann á kryddinu.

Það sem þarf í þessa uppskrift er eftirfarandi :

 

Rifinn kjúklingur

Tortilla kökur

Taco krydd

Chuncky salsa sósa

pinto/maís eða refried baunir (eftir því hvaða skapi maður er í)

Ostur

Sýrður rjómi

 

Byrja á því að blanda saman rifnu kjúklingakjöti saman við baunirnar og krydda blönduna með taco kryddi.
IMG_20170927_180116

Því næst set ég heila krukku af chunky salsa útí og hræri vel.

IMG_20170927_180118_1

Blöndunni er svo skipt jafnt í tortilla kökurnar og dreift úr á helming kökunnar.

Ostur settur yfir og kökunni lokað í hálfmána

IMG_20170927_180608

Ég hita pönnuna vel og lækka svo undir þegar ég ætla að fara að steikja kökurnar.

Ég nota avokadó olíuna því hún er bæði bragðmild og hentar vel í svona steikingu.

IMG_20170927_180923

Steiki tvær og tvær kökur í einu og set lokið á. Með því kemur meiri hiti og osturinn og fyllingin nær að hitna almennilega.
IMG_20170927_180953

Sný kökunum svo við þegar þær eru orðnar fallega gylltar .

 

Gott að bera fram með salati, sýrðum rjóma og salsa sósu.
IMG_20170927_182154

IMG_20170927_181137

 

Buen apetito!

Hanna

Þið finnið mig á snapchat : Hannsythora

HANNSYTHORA

HANNSYTHORA

 

Besti heitirétturinn

$
0
0

Já, ég lýg því ekkert þegar ég skírði færsluna besti heitirétturinn!

Ég hef gert þennan rétt marg oft í veislum og klárast hann alltaf upp til agna og er ég alltaf beðin um uppskrift.

Svo hér er hún komin á rafrænt form: 

Innihald:

2x mexíkó ostur (ég hef vanalega notað texmex ost en hann var ekki til og þessi réttur varð ekkert síðri) 

1x skinku og beikonostur

1 líter rjómi

Tæpir 2 pakkar brauðtertubrauð 

1 pakki niðurskornir sveppir

3 pakkar pepperóní

1 stór beikon pakki

Rifinn ostur

 

Aðferð

Bræða í potti alla ostana með rjómanum á lágum hita, þegar það er orðið vel bráðið bætið þið niðurskornu beikoni út í og leyfið að malla dágóða stund. Bætið svo niðurskornu pepperóní og sveppum við allt saman og leyfið því að vera smá stund í rjóma sósunni svo bragðið blandist vel saman.

20171001_124552

Rífið þar næst brauð í bita og leggið þett í botninn á eldföstu móti. Hellið rjómasósunni yfir og setjið svo annað lag af brauði og svo koll af kolli.

Í lokin stráið þið rifnum osti yfir allt saman og setjið inn í ofn í um það bil 20 mínútur eða þar til osturinn er vel bráðinn og gullinn.  

20171001_204109

Verði ykkur að góðu

aníta

ANITAEH

Æðislegur LKL kaffi súkkulaði prótein shake

$
0
0

Hér kemur uppskrift af ótrúlega hressandi og frískum morgunshake sem kemur manni í rétta gírinn fyrir daginn. Þessi hentar vel þeim sem eru að reyna að vera á lágkolvetna matarræði eins og ég og Sæþór erum að gera. Ég byrjaði að prófa mig áfram með kaffi shake eftir að ég sá uppskrift af slíkum drykk í bókinni Lágkolvetna lífstíllinn – LKL2 eftir Gunnar Má Sigfússon en í þeirri bók eru alveg ótrúlega margar frábærar uppskriftir og ég nota þessa bók mjög mikið. Shake-inn er með kaffi, súkkulaðipróteini, kókosmjólk og skyri og það tekur sko engan tíma að henda í hann. Screen Shot 2017-10-04 at 21.48.32

Ég ég elska allt með kaffibragði eins og ís, krem, shake, kökur og slíkt

Uppskrift (fyrir 1)

  • 1 espresso kaffibolli
  • 120ml kókosmjólk
  • 0,5-1 mtsk hreint skyr
  • 1 scoop lágkolvetna súkkulaðiprótein
  • 7-8 klakar

Öllu skellt í blender og hrært þar til vel blandað saman og orðið þykkt og djúsí 

Drekkið strax meðan drykkurinn er enn vel kaldur

FullSizeRender-37

 

Endilega kíkið á mig á snapchat ef þið viljið sjá fleiri LKL uppskriftir : hronnbjarna

hronn

Aberdeen – Verslanir, verðlag og veitingar í sérflokki!

$
0
0

Í síðustu viku fórum við systurnar með mömmu í stelpuferð til Aberdeen í skotlandi og áttum yndislega viku í alla staði.

Hérna eru nokkur góð ráð og myndir úr ferðinni ásamt umsögnum um þá veitingastaði sem við fórum á og getum mælt með!

IMG_20171002_082756

Ferðin hefst að sjálfsögðu á keflavíkurflugvelli en það er Air Iceland Connect sem flýgur til Aberdeen 3 sinnum í viku. Þjónustan var til fyrirmyndar og er hægt að fá spjaldtölvu lánaða á meðan flugi stendur og fengum við nokkrum sinnum ábót á kaffið og aðra óáfenga drykki sem eru án endurgjalds um borð. Þetta er svona minni útgáfan af Icelandair í rauninni, þjónustan jafn góð og hlýtt viðmót :)
Flugið tók rétt um 2 klukkutíma sem er mjög stutt og við vorum komnar rétt fyrir hádegi út.
IMG_20171002_082752
Eftir lendingu á Aberdeen flugvelli (sem minnir einna helst á reykjavíkurflugvöll stærðarlega séð) er hægt að ganga út um aðal inngang flugstöðvarinnar og taka strætó beint fyrir utan sem heitir Jet 727 en hann fór með okkur beint á hótelið okkar sem var í miðbænum og kostar ferðin aðeins 3 pund. Hann fer á 10 mínútna fresti og því þægilegt að hoppa upp í þann næsta

37137957272_ffbd5e9afa_b

Við gistum á Jurys inn sem er staðsett í union square mollinu í miðbænum. Það er hagstætt og snyrtilegt ásamt því að vera auðvitað eldsnöggur að henda af sér pokunum inn á milli búða.
jurys-inn-aberdeen

jury

Verslunarmiðstöðin Union Square hefur uppá rosalegt úrval af flottum veitingastöðum og ég hef hreinlega aldrei vitað annað eins! Hver staðurinn á fætur öðrum með girnilegum matseðli á hlægilegu verði. Þarna eru bæði keðjur eins og Fridays, Pizza hut og Starbucks en einnig fullt af stöðum sem ég hafði aldrei séð áður og voru æðislegir.

Hægt er að skoða allar búðirnar í Union Square með því að smella hérna!

Primark er alltaf í uppáhaldi enda fáranlega ódýr búð og ég reyni oft að kaupa samfellur á börnin og náttföt þar. Einnig fann ég fallegan jólakjól á litlu dömuna mína sem hreinlega kallaði á mig.
Primark er staðsett á verslunargötunni sem er tveimur götum ofar og heitir Union Street. Það er hægt að stytta sér leið í gegnum aðra verslunarmiðstöð sem heitir trinity center og maður sér glitta í innganginn þegar maður horfir yfir götuna fyrir utan hótelið á vinstri hönd.

IMG_20171011_135205

Á Union street er fullt af flottum búðum, bæði poundland og poundworld, sports direct, og enn önnur verslunarmiðstöð með annari H&M, body shop og Marks and Spencer.

Við fórum í konunglega leikhúsið í Aberdeen að sjá Mamma mia söngleikinn sem var að sýna í Aberdeen þá viku sem við vorum. Þvílík gleðisprengja og æðislegir söngvarar og leikhúsið stórglæsilegt. Þar er konungleg stúka fyrir hefðarfólk enda fer breska konungfjölskyldan í frí til Aberdeen á hverju sumri.
leikhus

MAMMA MIA! International Tour 2016

MAMMA MIA!
International Tour 2016

MAMMA MIA! International Tour 2016

MAMMA MIA!
International Tour 2016

Hægt er að skoða þá viðburði sem eru í gangi í Aberdeen inná www.aberdeenperformingarts.com/

 
IMG_20171004_115658
Í Aberdeen er líka gullfalleg strönd sem hægt er að rölta á eða taka strætó.

IMG_20171004_115933

 

Við ströndina er lítið tívolí sem væri gaman að heimsækja með börnunum eða með góðum vinum. Þar er bæði fullt af tækjum úti eins og parísarhjól, rússíbanar og vatnsdrumbar en einnig innigarður með keilu og minni tækjum fyrir alla fjölskylduna.  Það er mjög mikið af veitingastöðum eins og Ruby Tuesday, pizza hut, mexíkóskur og ítalskur einnig hjá ströndinni og því alveg hægt að vera þar allan daginn.

IMG_20171004_121407

Fyrir aftan Tívolíið er svo skemmtigarður fyrir verslunarsjúka! Þetta minnir svolítið á Korputorg okkar íslendinga og heitir Beach Boulevard retail park.
Þar er risa stór ASDA búð með öllu mögulegu á hlægilegu verði, leikföng, föt, matvara, skraut…

Beach-Boulevard-Retail-Park-Aberdeen
Þar er einnig að finna risa dótabúð sem heitir Smyths sem er með allt flottasta dótið mun ódýrara en hér heima. Ég mæli með því að kíkja aðeins á verðmuninn og bera saman við okkar rándýra klaka https://www.smythstoys.com/

smyths

En þá er það maturinn!

Allt sem við smökkuðum var æðislegt og ég var búin að skoða umsagnir á tripadvisor og google og panta borð á tveimur stöðum fyrir ferðina. Það er ótrulega gaman að eiga svona pantað borð og gera meira úr kvöldinu.

Þessir staðir stóðu uppúr :

Revalution de Cuba – Belmont Street  (inní porti þar sem nokkrir veitingastaðir eru í hring) Hægt er að skoða matseðilinn dagskrána og panta borð hjá þeim hér!
Þessi staður var sá allra skemmtilegasti í Aberdeen og var greinilega mjög vinsæll. Upplifunin var eins og að vera komin í sólarlandafrí á suðrænar slóðir með kokteil í annari hendi eftir dag á ströndinni.
IMG_20171004_191555

Við pöntuðum okkur kokteila sem kosta einungis um 5-6 pund í fordrykk og svo marga tapas rétti í aðalrétt

IMG_20171004_192325

Strawberry daiquiri

IMG_20171004_192321
Mojito

IMG_20171004_193359

Tacos
IMG_20171004_193401

Quesadia

IMG_20171004_193402

Kúklingaspjót

Slains Castle – Belmont Street
Þessi bar er staðsettur inní gamalli kirkju og er með drakúla þema sem gerir hann einstaklega sérstakan og áhugaverðan.
IMG_20171004_185842

IMG_20171003_184348

Poldinos –  7 Little Belmont Street

poldinos
Lítill og sætur ekta ítalskur staður með æðislegum ítölskum mat og krúttlegur ítalskur maður sem tók á móti okkur.

poldini inni

Pasta Carbonada eins og það gerist best en við fórum þangað áður en við fórum í leikhús og bjóða þeir upp á ýmsa valkosti á leikhússeðlinum sem eru á tilboði. Sniðugt að panta borð á heimasíðunni þeirra ef maður er að fara í leikhúsið :) Hægt að kíkja á heimasíðuna þeirra hér!

italia

Las Iguanas – Union Square 
Þessi veitingastaður er suður amerískur og var beint við hliðiná inngangnum á hótelinu okkar. Þar var hægt að fá besta Fahitas sem ég hef smakkað sem kom sjóðandi heitt á platta beint fyrir framan mann með tortillum og sýrðum rjóma, salsa ofl sem passaði vel með og maður setti svo sjálfur saman á hverja köku fyrir sig.
Við smökkuðum bæði kjúklinga og steikarbita en steikin bar algjörlega af!. Við ákvaðum þar á staðnum okkar fyrsta kvöld í aberdeen að fara aftur síðasta kvöldið okkar.
igu

Fahitas diskarnir

igu 2

Meðlætið

Það er svo margt fleira hægt að bralla í Aberdeen sem þarf að bíða næstu ferðar :)
sius

Þangað til næst…

Hanna

ps. þið finnið mig á snap : Hannsythora

HANNSYTHORA

HANNSYTHORA

Pony afmælisveisla

$
0
0

Um helgina héldum við uppá 2 ára afmæli dóttur minnar og allt var í pony stíl að þessu sinni.

Hérna er smá samansafn af skreytingum,veitingum og sniðugum ráðum sem ég nýti mér oft þegar ég skipulegg afmælisveislur.

pony

Ég fann svo mikið af fallegu skrauti í Party city í New york í sumar sem smellpassaði í pony þemað.

pony 2

 

IMG_20170604_110955

 

Sleikjóarnir fást í öllum litum í party city

 my_little_pony_favour_pack

Gestirnir máttu svo velja sér lítið pony dót sem ég keypti í svona pakka. 48 stk af allskyns pony vörum td litlir burstar, kíkjar, klemmur, bækur og lyklakippur á um 1000 kr.
AMS675513

Þessar lengjur komu skemmtilega á óvart , en þær fengu að hanga á ýmsum stöðum.
pony 7

IMG_20171018_144705

pony 6
Diskó pony :)

pony 5

 

pony 3

 

Við keyptum kleinuhringi fyrir veisluna og stungum pony pinnum í þá.

pony 4

Kleinuhringjahjólið á sínum stað

Við ákváðum að hafa veitingarnar einfaldar í ár og bjóða uppá pylsur og kjúklingavængi sem er auðvelt að hita.

IMG_20171018_145742

Sniðugt ráð sem ég nota oft þegar ég er með pylsupartý er að klippa fallega bréf nanmmipoka og búa þannig til falleg pylsubréf
pony 8
Kjúklingavængirnir komu vel út í stóru ittala skálinni minni með gráðostasósu í miðjunni.

 

Hanna

Þið finnið mig á Snapchat : Hannsythora

HANNSYTHORA

HANNSYTHORA


Þrjátíu ára afmælisveisla Anítu Estívu

$
0
0

Ég veit bara varla hvernig ég á að byrja þessa færslu, en VÁ! Þvílík veisla!

Ég varð þrítug þann 11 október og hélt afmælið mitt í kjölfarið helgina eftir. Ég hef ekki haldið upp á afmælið mitt í nokkur ár þar sem ég hef annað hvort verið ólétt eða með ungabarn svo ég ákvað að fara alla leið með þetta partý.

Ég bauð frábærum vinum og fjölskyldu til þess að koma og fagna með mér og var ég einnig svo heppin að fá mikla aðstoð frá nokkrum vel völdum!

Ég er vön því að halda stórar veislur í kringum afmæli barnanna og þar sem ég er óþægilega stjórnsöm (án þess að viðurkenna það) þá vil ég alltaf hafa puttana í öllu sem þarf að gera í kringum viðburði sem ég er að halda.

Í þetta skiptið ákvað ég þó að reyna að létta örlítið á álaginu og fékk góða aðstoð frá vinkonum mínum, fjölskyldumeðlimum og góðum samstörfum.

Partýbúðin sá um að útvega allar skreytingar fyrir mig og var ég hæst ánægð með þær, en þau voru einmitt nýlega að taka inn stórafmælislínu í búðina til sín sem er vægast sagt flott!

_MG_6650

_MG_6690

_MG_6725

Einnig fékk ég kleinuhringi frá Krispy Kreme til þess að bjóða gestum upp á og voru allir hæst ánægðir með það enda bestu kleinuhringirnir í bænum. Ég fékk að láta starfsfólkið vita hvernig litaþema ég var búin að ákveða að hafa í afmælinu og skreyttu þeir kleinuhringina í takt við það sem gerði þetta extra skemmtilegt.

_MG_6658

_MG_6647

Ég var nokkuð lengi að ákveða hvar mig langaði að halda veisluna þar sem ég vildi ekki að salurinn væri yfirgnæfandi stór og heldur ekki svo þröngur að fólk ætti í vandræðum með hvar þar ætti að standa. Þegar ég var að vesenast eitt skipti við það að leita að sal ákvað ég að spyrja fylgjendur mína á Snapchat hvort þau gætu mælt með góðum sal. Þar fékk ég ábendingu um að hafa samband við Pole Sport sem ég gerði og sé ég ekki eftir því. Salurinn var æðislegur, þjónustan frábær og allt fyrir mig gert sem ég bað um.

_MG_6680

Tinna vinkona gerði fyrir mig vefjurnar sínar frægu sem allir verða að smakka! Hægt er að nálgast uppskrift af þeim hér.

Hrönn vinkona gerði einnig fyrir mig vefjur og gómsætar kjötbollur sem voru borðaðar upp til agna! Uppskriftina af hvoru tveggja má finna hér.

Hrönn sá svo einnig um að baka afmæliskökuna og tókum við gott spjall um hvernig lita samsetningin og útlitið ætti að vera og að sjálfsögðu mætti hún með virkilega gómsæta og ofurfallega köku eins og henni einni er lagið!

_MG_6792

Þórey vinkona sá svo um að farða mig fyrir kvöldið og ég held ég hafi bara aldrei litið jafn vel út eins og þetta kvöld! (Fyrir öll skotin…)

Dagskráin var einföld en skemmtileg og fékk ég Óttar og systir mína til þess að sjá um að skipuleggja hana.

Uppistandari mætti og fékk alla til þess að springa úr hlátri og töframaður kom og sýndi listir sínar!

_MG_6882

Einnig var Óttar búin að útbúa myndband handa mér með kveðjum frá ýmsum þjóðþekktum einstaklingum ásamt fjölskyldumeðlimum.

Litla frænka mín leiddi allan hópinn í fjölda dans upp á sviði sem vakti mikla lukku!

Kvöldið endaði svo á karókí stemmingu þar sem hver sem er gat stigið upp á svið og tekið lagið.

_MG_6892

_MG_6891

_MG_6889

_MG_6888

_MG_6886

_MG_6885

_MG_6883

_MG_6873

_MG_6870

_MG_6867

_MG_6865

_MG_6860

_MG_6858

_MG_6854

_MG_6853

_MG_6850

_MG_6847

_MG_6843

_MG_6838

_MG_6822

_MG_6818

_MG_6814

_MG_6803

_MG_6787

_MG_6801

_MG_6796

_MG_6776

_MG_6774

_MG_6761

_MG_6753

_MG_6752

_MG_6747

_MG_6734

_MG_6732

_MG_6727

_MG_6718

_MG_6705

_MG_6703

_MG_6678

_MG_6671

_MG_6669

_MG_6667

_MG_6661

_MG_6653

_MG_6646

_MG_6676

22641714_10214401025489640_1212087883_o

22812714_10155153163624422_598259066_o

22833669_10214401017289435_26629402_o

22833726_10214401025289635_672488960_o

22850126_10214401017649444_647429805_o

22850265_10214401025769647_715184037_o

22850295_10214401017049429_1263057162_o

22851181_10214401017129431_482578701_o

22851191_10214401017409438_1640492694_o

22851344_10214401017689445_1441872548_o

22851499_10214401016729421_1637485925_o

22851539_10214401017209433_558021782_o

22851646_10214401017809448_313161687_o

22878997_10214401005609143_1472754589_o

22879149_10214401016689420_1195594790_o

22882126_10214401017009428_1565828224_o

22882515_10214401016649419_1285844133_o

22882604_10214401016809423_1802527321_o

22906377_10214401025609643_170052085_o

22906619_10214401017369437_812975223_o

Capture

k

m

mm

Það var svo ótrúlega skemmtilegt að ég held ég neyðist til þess að halda svona veislu aftur á næsta ári! (Ef ég verð búin að jafna mig á þynnkunni)

Takk æðislega fyrir mig allir!

Þangað til næst, 

aníta

ANITAEH

SNAP:ANITAEH

Af hverju fasta ég í 16 klst á sólarhring?

$
0
0

Eftir að ég sagði frá því á Snapchat að ég væri að fasta í 16 klst á sólarhring þá hef ég verið að fá rosalega margar spurningar út í það. Fólk sem hefur ekki prófað að fasta er mjög forvitið um þetta og margir með fordóma og halda að fasta = svelta. Þannig að mig langaði að skella í smá færslu og útskýra þetta aðeins. Ekki það að ég sé neinn sérfræðingur samt, en þá langar samt að deila því með ykkur sem ég er að gera til þess að reyna standa við markmiðið mitt: missa 9kg á 9 mánuðum! Færslan mín um það er HÉR.

Allavega, þetta snýst sem sagt um að fasta í X klst og borða í X klst. Það er engin heilög regla í þessu en 16:8 leiðin er mjög vinsæl og hún er víst algengust og persónulega finnst mér ekkert mál að fasta, en það hentar ekki öllum og því er um að gera að prófa sig áfram. Þetta virkar s.s. þannig að glugginn sem ég hef til þess að borða eru 8 klst á sólarhring. Ég er með þetta þannig að það er kvöldmatur um kl 19 og svo fasta ég eftir hann og þá er ég að fá mér morgunmat/hádegismat um kl 11 daginn eftir. Ég veit nú að það er alveg vitað mál að mælt er með að borða ekki eftir kvöldmat, en þarna er ég einmitt að fara eftir því og svo plús það að borða ekki þangað til kl 11 daginn eftir, í stað t.d. kl 7 eða 8 á morgnanna, sem ég gerði hvort sem er aldrei þannig að eini munurinn hjá mér er í raun að ég borða ekki lengur sukk á kvöldin!

 
Ég var reyndar að fatta það núna að síðan ég byrjaði að vinna 9. okt þá er ég búin að vera fasta 17:7 því ég hef verið að borða fyrst um kl 12, en eins og ég segi það er ekkert heilagt í þessu 😉

Ég hef aldrei verið morgunmatar manneskja og þess vegna finnst mér þetta frekar auðvelt. En kannski er best að taka það strax fram að það er “leyfilegt” að drekka vatn, te og svart kaffi í föstunni.

Sumir eru með þetta þannig að þeir fasta t.d. 17:7 og aðrir 15:9 o.s.frv., hver og einn verður að finna út hvað hentar fyrir sig.

En mig langar að segja ykkur af hverju ég er að þessu. Sko, að fasta er umdeilt fyrirbæri en það eru mjög margir læknar t.d. sem mæla með þessu því þetta er mjög góð hvíld fyrir meltinguna. Plúsinn er svo að þetta er fín leið til þess að ná góðum árangri ef maður er í átaki, því þá er maður ekki að troða í sig einhverju sukki eða öðru eftir kvöldmat, sem ég stundaði öll kvöld (ég er samt með nammidag á laugardögum og þá er ég ekki með neina föstunarreglu). 

En höfum eitt á hreinu, það að fasta þýðir ekki að maður eigi að borða minna, ónei, þú s.s. borðar allt sem þú átt að borða á þessum tíma sem þú ákveður að borða, t.d. hef ég 8 tíma glugga á dag til þess að borða ef ég ætla að fara eftir þessu, þannig að á þessum 8 tímum borða ég jafn mikið og ég hefði gert t.d. á 14 tímum. Þannig að = borða jafn mikið, nema bara á styttri tíma, þ.e. stutt á milli máltíða / millimála.

Það sem ég elska við þetta er að þetta er í raun að gefa mér góðan árangur en samt finnst mér ég ekkert þurfa að hafa fyrir því að fasta, mér finnst það mjög auðvelt og þegar maður er að byrja þá er það kannski erfitt í 2-3 kvöld að kveðja nammið (ég t.d. borðaði nammi öll kvöld fyrir ekki svo löngu) en svo er þetta bara ekkert mál! :) Ég þoli ekki einhverja kúra og eitthvað sem á að “láta mann grennast” sem er vesen eða eitthvað sem maður þarf að pína sig í, hver og einn verður að finna það sem hentar fyrir sig! Það hentar mér t.d. rosalega vel að vera með nammidag 1x í viku og vera dugleg í matarræðinu hina dagana, á meðan það hentar sumum að vera með engar reglur og vinna með “það er allt gott í hófi” regluna. Ég hef nefnilega alveg prufað það, oft og mörgum sinnum, ég er bara svo mikið allt eða ekkert manneskja að þá leyfi ég mér bara allt og hollustan sópuð undir teppið hehe..

Ég hef prófað að vera ekki í neinu matarræðis átaki en fastað samt (s.s. sukkað feitt nema bara í þessa 8 tíma) og þá stóð ég í stað á vigtinni, en núna borða ég hollt (nammidagur 1x í viku) og þá sé ég töluna á vigtinni fara hægt og rólega niður! :)

Mig langar að segja ykkur c.a. hvernig einn dagur í mínu “matarlífi”:

Frá 07-12: Þrjú stór vatnsglös (um 1L) og einn Nocco.
Frá 12-19: Hádegismatur, 2-3 millimál, (t.d. flatkaka, froosh, banani) kvöldmatur og já nokkur vatnsglös.
Svo er það fastan frá kl 19 og þangað til 11/12 daginn eftir.

Jæja ég ætla ekkert að hafa þetta neitt lengra, en langar að taka það fram að maður á auðvitað ekki að fasta svona að staðaldri myndi ég segja, ég geri þetta kannski í 2-3 mánuði í einu og hætti svo í X langan tíma og byrja svo aftur þegar ég er í stuði! 😀 

 

En svona í hnotskurn þá eru kostir föstunnar að mínu mati:
-grennandi
-gott fyrir meltinguna
-borða þá ekki nammi og sukk á kvöldin
-ég drekk MIKLU meira vatn þegar ég fasta

 

Hérna eru mjög skemmtilegar upplýsingar um föstu! :)

 

 

Þið finnið mig á Snapchat, Facebook og Instagram –> tinnzy88

 

TF

 

 

 

 

Einfalt afmælispartý

$
0
0

Hann Kristófer okkar varð fjögurra ára um síðustu helgi. Vanalega þegar ég held einhverskonar veislur þá fer ég alltaf alla leið og missi mig í skrauti, bakstri og gestalista! 

Í þetta skiptið ákvað ég að hafa bara litla afmælisveislu fyrir þá allra nánustu, hafa hana eins einfalda og hægt er og gera frekar eitthvað með krökkunum í staðinn yfir daginn.

Við byrjuðum á því að fara með krakkana, mömmu minni, ömmu og tveimur litlum frændum á brúðusýninguna um Pétur og úlfinn sem sýnd var í leikhúsloftinu í Þjóðleikhúsinu. Báðir krakkarnir okkar elska söguna og tónlistina og sló þessi sýning heldur betur í gegn hjá mínum manni sem fékk svo að skoða brúðurnar eftir sýninguna.

20171104_155100

20171104_155404

Eftir sýninguna fórum við heim og tókum á móti okkar nánasta skyldfólki og buðum upp á beikonvafðar pylsur og kökur. Ég fékk mömmu til þess að baka fyrir okkur og svo keypti ég tvær kökur tilbúnar í bakaríi sem Kristófer fékk að velja sjálfur.

20171104_181759

20171104_181810

20171104_182431

20171104_182437

Dagurinn var ótrúlega vel heppnaður, ekkert stress og Kristófer hæst ánægður með allt saman sem er það eina sem skiptir máli. 

Héðan af held ég bara svona einföld afmæli! Allavegana þar til þau verða 18 ára! ? 

Þangað til næst, 

aníta

 

ANITAEH

Snap: anitaeh

Thanksgiving dinner

$
0
0

Ég er alltaf með Thanksgiving matarboð á hverju ári fyrir vini mína sem við köllum Friendsgiving þar sem við hittumst og borðum kalkún og allskonar gúmmilaði og erum svo með svona leikjakvöld eftir matinn þar sem við spilum og höfum gaman.  

 

Ég sýndi helling frá undirbúningnum á Snapchat hjá mér núna í ár og var búin að lofa að skella inn uppskriftum af öllum herlegheitunum fyrir ykkur. Ég klikkaði samt alveg á að taka nógu góðar myndir af öllu af því ég hafði svo mikið að gera ! En þið verðið bara að láta þetta duga. 

Í minni veislu voru 13 manns og eru uppskriftirnar miðaðar við það. Það var alveg ótrúlega lítill afgangur daginn eftir svo þetta rann greinilega vel ofan í mannskapinn. Ég segi í lok hverrar uppskriftar hvort hægt sé að útbúa réttinn daginn áður til að minnka álagið daginn sem matarboðið er. 

Eins var ég með tvær kökur í eftirrétt og gef upp uppskrift af þeim neðst. 

IMG_2211

Kalkúnn

  • 7,2kg heill kalkúnn
  • 1,5kg kalkúnabringa
  • Kalkúnakrydd frá Pottagöldrum
  • Paprika, salt og pipar
  • 850g smjör

Við vorum með 7,2kg franskan kalkún og eins með 1,5kg kalkúnabringu. Við ákváðum að vera bæði með heilan kalkún og bringur af því það er langt þægilegast að taka bara bringurnar og sneiða þær niður – daginn eftir er svo fínt að klára að verka kalkúninn og nota kjötið af lærunum í t.d. pottrétt eða bara borða það með afgangs meðlætinu. Til að elda kalkún rétt er nauðsynlegt að vera með kjöthitamæli en við hituðum okkar fugl uppí 67°. Ofninn var á 140°hita allan tímann og við vorum með hann í 2klst og 45mín í ofninum. 

Ég byrja á því að nudda allan fuglinn upp úr mjúku smjöri áður en ég krydda hann. Ég krydda minn kalkún með kalkúnakryddi frá Pottagöldrum, papriku, salti og pipar og krydda hann vel á öllum hliðum. Fuglinn er svo settur í djúpa ofnskúffu og kjöthitamælinum stungið utanvert á bringunni við lærið og stilltur á 67°. Meðan hann er í ofninum er svo bræddu smjöri hellt yfir hann reglulega, á ca 25 mín fresti – ég fór með held ég 650g af smjöri bara í þetta. Þegar hann er kominn uppí 67°er hann tekinn úr ofninum og lagt yfir hann viskastykki gegnbleytt með brædda smjörinu í botninum á ofnskúffunni. Hann má svo vera svona á borðinu í klukkutíma meðan verið er að græja meðlæti. Þegar hann er svo skorinn er best að taka bara bringurnar í heild sinni af fuglinum og skera í sneiðar. Ég nota sömu aðferð við kalkúnabringuna en hún þarf að sjálfsögðu töluvert styttri tíma í ofninum en heili fuglinn.

IMG_9729

Kartöflustappa

  • 6 bökunarkartöflur
  • 1-1,5mtsk sykur
  • 200 g smjör
  • 1,5dl nýmjólk
  • 3 hvítlauksrif
  • 250ml rjómi
  • vel af salti og pipar

Sjóðið kartöflur í potti og skrælið.

Steikið hvítlauksrif uppúr smá smjöri í botninum á meðalstórum potti. Skellið kartöflum útí ásamt slatta af mjólk, rjóma og smjöri og stappið með kartöflustappara. Bætið svo útí sykri og vel af salti og pipar og smakkið til. Eftir þetta er í raun bara bætt út í stöppuna eftir þörfum mjólk, rjóma, smjöri og salti og pipar þar til heppilegt þykkt er komin á stöppuna og bragðið er orðið gott. Uppskriftin er meira til viðmiðunar en þetta er magnið sem ég notaði í mína. Þessa kartöflustöppu er hægt að útbúa daginn áður og hita svo upp.

Screen Shot 2017-11-29 at 20.44.39

 

 

 

 

 

Sætkartöflumús með pekanhnetucrunch

Músin

  • 3 stórar sætar kartöflur
  • 110g hrásykur
  • 2 egg
  • 80g smjör
  • 1dl nýmjólk
  • 1tsk vanilludropar

Pekanhnetucrunch

  • 240 g púðursykur
  • 120 g saxaðar pekanhnetur
  • 50g hveiti
  • 90g brætt smjör

 Hitið ofninn í 180°

Sjóðið sætar kartöflur og skrælið. Skerið kartöflur í bita og setjið í stóra skál með hrásykri, eggjum, mjúku smjöri, nýmjólk og vanilludropum og hrærið allt saman með gaffli eða kartöflustappara. Setjið í eldfast mót. Þetta er hægt að útbúa daginn aður og svo er crunch-ið útbúið samdægurs og bakað í ofni.

 Til að gera crunch er púðursykri, pekanhnetum, hveiti og bræddu smjöri hrært saman og dreift jafnt yfir músina í eldfasta mótinu.

Þetta er svo bakað í 35 mín.

 

Stuffing

  • 600g sveppir
  • 15 stór hvítlauksrif
  • 6 stilkar sellerí
  • 750g beikon
  • 15 brauðsneiðar
  • 6 mtsk estragon eða kalkúnakrydd frá Pottagöldrum
  • 3 laukar gulir
  • 600 g rjómaostur 

Beikon er skorið í litla bita og steikt á pönnu þar til gegnsteikt. Það er svo tekið af pönnunni og hvítlaukur og laukur steikt á pönnu uppúr beikonfitu og smá smjöri.

Þá er smátt skornum sveppum og sellerí ásamt estragon/kalkúnakryddi bætt útá pönnuna og steikt aðeins með lauknum.

Rjómaosti og elduðu beikon bætt út á og allt blandað vel saman þar til rjómaostur er bráðinn. Skorpan er tekin af brauðsneiðum og þær skornar í litla teninga og hrært útí blönduna að lokum. Sett í eldfast mót. 
Stuffing er hægt að gera daginn áður og svo er hún hituð samdægurs á 180°í 30 mín.

IMG_9737

Kalkúnasósan

Sósan mín er pínulítið flókin en ég geri í raun 3 mismunandi sósur og blanda þeim svo saman. Þetta hljómar samt flóknara en þetta er í raun og veru þar sem hver sósa er mjög einföld og tekur ekki langan tíma.

IMG_0230

Sósa 1

  • 3 pakkar Kalkúnasósugrunnur (fæst í pakka í Hagkaup) eldaðir eftir leiðbeiningum á pakkanum
  • aukalega 1,5dl af rjóma

Sósa 2

  • 500ml kalkúnasoð (vatn með fljótandi kalkúnakrafti útí)
  • 30g smjör
  • 30 g hveiti
  • 2 tsk rifsberjagel
  • salt og pipar

Smjör brætt í potti og hveiti hrært út í og búin til smjörbolla með sósuþeytara. Kalkúnasoði hrært út í smátt og smátt og hrært vel á milli. Þegar allt soðið er komið út í er hún bragðbætt með rifsberjageli og salti og pipar

Þegar sósa 2 er tilbúin er henni blandað saman við sósu 1

Sósa 3

  • 2 pokar sveppasósa úr pakka frá Blå Band eða önnur sveppa-pakkasósa.

Duftið úr pokunum sett í pott og bætt við það 6dl mjólk og suðan látin koma upp. 

Þegar sósa 3 er tilbúin er henna blandað saman við sósu 1og 2

Allt hrært vel saman og þykkt með sósujafnara en það þarf frekar mikinn sósujafnara af því þetta er svo mikið magn. Mikilvægt að láta suðuna koma upp á milli til að leyfa sósujafnara að virka. Loks er sósan smökkuð til með rjóma, rifsberjageli, salti og pipar. Sósuna er hægt að gera daginn áður og hita upp

IMG_0215

Cranberry sauce

  • 340g fersk trönuber
  • 1,5 bolli sykur
  • 1,5 bolli vatn

Vatn og sykur hitað saman í potti þar til alveg samblandað og látið sjóða í 5 mín.

Þá eru trönuberjum bætt útí  og látið sjóða saman í 15 mín, þar til berin fara að poppa og mýkjast. Loks eru berin kramin með spaða og látið sjóða áfram í 5 mín. Sósuna er hægt að gera daginn áður en hún þarf að vera í kæli í a.m.k 3 klst áður en hún er borin fram

Screen Shot 2017-11-29 at 20.51.30

Gljáðar gulrætur

  • 1 poki gulrætur
  • 100g smjör
  • 1mtsk cumin
  • 2 mtsk maple síróp

Gulrætur skornar í lengjur og steikar á pönnu uppúr smjöri, cumin og maple síróp

Screen Shot 2017-11-29 at 20.54.05

Sesarsalat

  • romaine salat
  • konfekttómatar
  • gúrka
  • brauðteningar
  • ferskur parmesan ostur rifinn
  • Sesar sósa frá Hellmanns

Kál skorið niður, tómatar skornir í tvennt og gúrka í litla bita. Þá er brauðteningum og rifnum ferskum parmesan blandað saman við og loks er sósunni bætt útí og öllu blandað saman.

 

Maísstönglar

  • 13 stk litlir frosnir maisstönglar

 Maísstönglar soðnir eftir leiðbeiningum á pakka

Screen Shot 2017-11-29 at 20.55.05

Lakkríssmjör

  • 150g mjúkt smjör
  • 1-2 mtsk lakkríssalt frá Saltverk 

Lakkríssalt blandað saman við mjúkt smjör, magn eftir smekk. Lakkríssmjör er hægt að gera daginn áður.

 

 Brauðbollur

  • poki með 36 brauðbollum úr Costco

 

Screen Shot 2017-11-28 at 21.26.31

Karamellu, pecan brownie (uppskrift frá www.recipeaday.net)

  • 1 pakki brownie kökumix
  • ¼ bolli vatn
  • ½ bolli matarolía
  • 2 egg
  • 150 g suðusúkkulaði í dropum

Hitið ofninn í 175°. Setjið smjörpappír í botninn á 25cm smelluformi. Blandið saman kökumixi, vatni, olíu, eggjum og suðusúkkulaði og bakið í 50 mínútur eða þar til prjónn sem stungið er í köku kemur næstum hreinn út, kakan á að vera aðeins blaut.

  • ½ bolli rjómi
  • 20 rjómakaramellur
  • 1 egg
  • 1 bolli pecanhnetur, skornar gróft niður

Bræðið saman í potti rjóma og karamellur þar til allt er bráðið. Hrærið eggið með gaffli og bætið útí það smá karamellublöndu og hellið svo eggjablöndunni útí karamelluna í pottinum. Látið malla í 3 mínútur meðan hrært er í þar til blandan þykknar. Þá er pecanhnetum blandað útí og blöndunni smurt yfir kökuna.

  • ¾ bolli rjómi
  • 2mtsk flórsykur 

Þeytið rjóma og flórsykur saman og berið fram með kökunni.

 

IMG_3346

Lemon Meringue ostakaka

Botninn

  • 1 pakki hafrakex
  • 1/3 bolli sykur
  • 85g smjör brætt

Hrærið allt saman í matvinnsluvél og þjappið í botninn á smelluformi. Ég nota smelluform sem er 23cm og set smjörpappír í botninn. Setjið í ísskáp og látið kólna meðan ostakakan er útbúin

 

Ostakakan sjálf                                                                     

  • 800g rjómaostur
  • 180g sykur
  • 230g sýrður rjómi
  • 2 egg
  • 2 eggjarauður
  • 15 g kartöflumjöl
  • 3 mtsk rifinn sítrónubörkur – ca 2 stórar sítrónur

 Byrjið á að hræra rjómaost og sykur saman og bætið svo rest útí og blandið vel saman.

Setjið vatn í djúpa ofnskúffu og kuðlið langri örk af álpappír kringum formið ofaní ofnplötunni

Bakið við 200°í 40 mín. Látið kökuna bíða í ofninum í 30 mín og setjið hana svo í kæli í AMK 4 klst

 

Meringue topping

  • 5 eggjahvítur
  • 1 ¼ bolli sykur

 Hrærið saman eggjahvítur og sykur með gaffli í hitaþolinni skál og hitið blönduna yfir vatnsbaði upp í 60°C hita og hrærið stöðugt í á meðan. Best að nota hitamæli í þetta verk. Þegar blandan er komin í rétt hitastig er henni hellt beint í hrærivélaskál og þeytt á fullum krafti í 10 mínæ

 Berið meringue kremið ofaná kökuna með sleikju og brúnið yfir með gasbrennara. Berið fram með þeyttum rjóma.

Geymið í kæli þar til borin fram.

IMG_9777

Endilega kíkið á mig á snapchat – verður nóg að gera hjá mér núna fyrir jólin – hronnbjarna

 

hronn

 

Jól á Mathúsi Garðabæjar – Yndisleg jólastemning

$
0
0

Við Fagurkerastelpurnar vorum svo heppar að okkur var boðið á jólahlaðborð á Mathúsi Garðabæjar í síðustu viku. 

Mathús Garðabæjar er með jólahlaðborð öll kvöld vikunnar fram að jólum og eins bjóða þeir upp á jólabrunch um helgar. 

Screen Shot 2017-12-09 at 14.59.02

Við kíktum til þeirra á miðvikudagskvöldi og áttum yndislegt kvöld. Staðurinn er ótrúlega flottur og stemningin mjög notaleg og við komumst allar í algjört jólaskap eftir kvöldið. 

Screen Shot 2017-12-09 at 14.59.26

Matseðillinn er sko ekki af verri endanum og hér er hægt að skoða hann en það eru þeir Fannar Vernharðsson og Garðar Aron Guðbrandsson sem eiga heiðurinn af þessu flotta hlaðborði.

Það sem er mjög skemmtilegt við þeirra jólahlaðborð er að forréttir og eftirréttir eru bornir fram á borðið en eru ekki hlaðborð sem mér finnst alltaf mun skemmtilegra og gera aðeins meira úr matnum.

Maturinn var algjört æði og við borðuðum yfir okkur og hálf rúlluðum heim eftir velheppnað kvöld. 

Það sem stóð algjörlega uppúr hjá mér var yndislegt anda confit salat sem var æði ásamt nautalundinni og svo eftirrétturinn – ris a la mande með kirsuberjasorbet og karamellusósu – ég er ekki búin að hugsa um annað síðan ég kom heim en að fá meira af þessari dásemd !

25198951_10214760212429089_390672641_o

Við mælum allavega alveg 100% með þessu frábæra jólahlaðborði ef þið viljið eiga huggulega stund fyrir jólin í fallegu og notalegu umhverfi.  

hronn

 

 

Jólakonfektið mitt

$
0
0

Ég er svo ótrúlega mikið jólabarn að ég er alltaf að leita mér að nýjum skemmtilegum jólaverkefnum. Eitt árið datt mér í hug að gera heimagert konfekt og gefa vinum og vandamönnum og eftir það hefur þetta verið stór hluti af jólaundirbúningnum á þessu heimili og er orðin algjör jólahefð.

Fyrstu árin var þetta nokkuð saklaust.. ég gerði smá konfekt og skellti í nokkrar öskjur en núna er þetta orðin hálfgerð framleiðsla hjá mér og í ár geri ég 900 mola og gef 42 konfektöskjur. 

Ég er búin að vera að sýna frá konfektgerðinni á snapchat og undirtektirnar hafa verið svo góðar að ég ákvað að skella í færslu með uppskriftum. 

Ég sýni allar uppskriftirnar miðað við 100 mola en í ár gerði ég 1,5 falda uppskrift af öllu.

Uppskriftirnar eru frá öllum áttum, bæði hef ég búið þær til frá grunni eða notað að hluta til frá öðrum vefsíðum, mest þá frá sænskum síðum (Svíarnir eru greinilega algjörir sælkerar). En hér koma uppskriftirnar. Auðvitað er hægt að breyta uppskriftunum og minnka þær og stækka eftir því hvað þið viljið marga mola. Eina sem þarf að passa er að formið sem konfektið er sett í sé af réttri stærð miðað við magn. Hér er frábær síða þar sem hægt er að setja inn uppskriftina, stærð á forminu sem gert er ráð fyrir að nota og svo stærð á forminu sem þú vilt nota og þá kemur uppskriftin upp í réttum hlutföllum fyrir þitt form. Algjör snilld !

 

Rocky road  (100molar)

  • 900g  70% súkkulaði 
  • 3 pokar Dumle karamellur
  • 3 lúkur af litlum sykurpúðum
  • 200g salthnetur
  • 70g pistasíuhnetur

Skerið dumle karamellur í tvennt og blandið þeim saman við sykurpúða og salthnetur. Hellið blöndunni í ferkantað form sem er ca. 30×30. Best að hafa smjörpappír í botninum og smyrja formið vel. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið yfir blönduna í forminu og dreifið jafnt. Í lokin er pistasíuhnetum stráð yfir. Setjið formið í kæli þar til súkkulaðið harðnar og skerið svo í bita. 

IMG_0410

Cookie dough trufflur (100 kúlur)

  • 2 pakkar af Betty Crocker smákökudeig
  • 2 pokar lakkrískurl Nóa 
  • 300g rjómasúkkulaði hreint
  • 200g síríus konsúm með orange bragði
  • 100g 70% súkkulaði til skrauts

Gerið smákökudeigið eftir leiðbeiningum á pakkanum. Bætið útí það lakkrískurli og blandið vel saman. Mótið kúlur úr deiginu. Bræðið saman rjómasúkkulaði og konsúm með orange bragði og hjúpið kúlurnar með blöndunni. Til að skreyta kúlurnar er 70% súkkulaði brætt og sprautað með sprautupoka með mjóum stút yfir kúlurnar. 

IMG_0413

Döðlugott (100 bitar)

  • 360g mjúkar döðlur
  • 120 g púðursykur
  • 240 g smjör
  • 3 bollar rice crispies
  • 200g síríus konsúm suðusúkkulaði

Bræðið saman í potti döðlur, púðursykur og smjör þar til blandan er orðin þykk og döðlurnar ekki í bitum lengur. Bætið rice crispies útí og blandið vel saman. Setjið í form sem er ca 30×30 og sléttið jafn úr blöndunni. Best að hafa smjörpappír í botninum og smyrja formið vel. Bræðið suðusúkkulaði yfir vatnsbaði og dreifið yfir blönduna. Kælið og skerið í bita. 

IMG_0412

Oreo trufflur (90-100 kúlur)

  • 675g oreo kex
  • 337g rjómaostur
  • 500g síríus konsúm hvítir súkkulaðidropar
  • nokkrar oreo kexkökur í viðbót til skrauts

Brjótið oreo kex í bita og setjið í matvinnsluvél þar til það er alveg mulið. Bætið útí mulninginn rjómaostinum og blandið vel saman. Þetta er líka hægt að gera í höndunum ef matvinnsluvél er ekki á heimilinu. Þá er sniðugt að mylja kexið í blender áður. Mótið kúlur úr blöndunni. 

Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði og hjúpið kúlurnar. Myljið nokkrar oreo kexkökur til viðbótar og stráið smá mulning yfir hverja kúlu þegar búið er að hjúpa hana til skrauts.

 

Snickersbitar (100 bitar)

  • 450g rjómasúkkulaði hreint
  • 450g síríus konsúm suðusúkkulaði
  • 600g sykurpúðar
  • 300g smjör
  • 6mtsk hnetusmjör
  • 1200g rjómakúlur Nóa
  • 6 mtsk mjólk

Lag 1 – Bræðið helming af rjómasúkkulaði (225g) og helming af suðusúkkulaði (225g) yfir vatnsbaði og hellið í botninn á formi sem er ca 30×30. Best að setja smjörpappír í botninn og smyrja formið vel áður. Skellið forminu í frysti meðan lag 2 er útbúið. 

Lag 2 – Setjið sykurpúða, smjör og hnetusmjör í pott og bræðið þar til allt er vel blandað saman. Hellið yfir lag1 og setjið formið aftur í frystinn

Lag 3 – Bræðið rjómakúlur og mjólk saman í potti þar til það verður að þykkri karamellublöndu. Hellið yfir lag 2 og setjið formið aftur í frystinn

Lag 4 – Bræðið seinni helming af rjómasúkkulaði (225g) og seinni helming af suðusúkkulaði (225g) yfir vatsnbaði og hellið yfir lag 3.

Setjið í kæli þar til súkkulaði er harðnað og skerið i bita. 

 

Baileys trufflur (100 kúlur)

  • 1,75dl Baileys
  • 2,6 dl rjómi
  • 875g síríus konsúm suðusúkkulaðidropar
  • kakó til að velta kúlunum uppúr

Hellið suðusúkkulaðidropum í skál og geymið. Setjið Baileys og rjóma í pott og hitið að suðu (á alls ekki að bullsjóða). Hellið heitri blöndunni yfir súkkulaðidropana þannig að það fari yfir allt súkkulaðið. Látið bíða í 1 mínútu og hrærið svo vel þannig að allt blandist vel saman og allt súkkulaðið sé bráðið. Setjið í kæli í a.m.k. 2 klst áður en mótaðar eru kúlur úr blöndunni. Ef blandan er of lin þarf að kæla betur. Mótið kúlur úr blöndunni og veltið hverri kúlu uppúr kakó dufti. 

Langbestu súkkulaðibitakökurnar

$
0
0

Ég elska að baka jólasmákökur og þessar eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Þær eru stórar og mjúkar með ríku karamellubragði enda í þeim bæði karamellu búðingsduft og karamellukurl. 

Screen Shot 2017-12-27 at 17.13.24

 

 

Hér kemur uppskriftin. Þessi uppskrift dugir í ca 24 kökur

  • 150g smjör
  • 200g púðursykur
  • 50g sykur
  • 1 pakki Royal karamellubúðingsduft
  • 1 tsk vanillusykur
  • 2 egg
  • 270g hveiti
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 poki síríus konsúm dropar
  • 1 poki síríus konsúm hvítir súkkulaðidropar
  • 2  pokar nóa síríus karamellukurl

Smjör, púðursykur, sykur og búðingsduft hrært vel saman í hrærivél. Eggjum bætt útí einu í einu og hrært vel á milli. Hveiti og matarsóda bætt útí hægt og rólega. Loks er öllu súkkulaði og karamellukurli bætt útí hrærivélaskálina og öllu blandað saman. 

IMG_0579-2

Setjið bökunarpappír á ofnplötu og mótið 6 kökur á hverja plötu, ca 1cm á þykkt og 8-9cm í þvermál.

Bakið við 175°í ca 10 mín (Lengur ef þið viljið stökkari kökur).

IMG_0584

hronn


Geggjaður toblerone baileys áramótaís

$
0
0

Ég geri alltaf þennan ís fyrir áramótin og okkur í fjölskyldunni finnst hann sko algjört æði !

Það er í þessum ís alls konar gúmmelaði sem gerir hann að fullkomum áramótaeftirrétt, toblerone, karmelliseraðar pekanhnetur og baileys. 

Screen Shot 2017-12-29 at 18.21.17Screen Shot 2017-12-29 at 18.22.12Screen Shot 2017-12-29 at 18.23.05

Þessi uppskrift dugir vel fyrir 12 manns og ég ber alltaf fram með ísnum þeyttan rjóma og fersk jarðaber.

Hér kemur uppskriftin:

  • 500ml rjómi
  • 5 eggjarauður.
  • 125g sykur
  • tæpur 1dl baileys
  • 100g ristaðar og saxaðar pekahnetur
  • 200 g toblerone saxað
  • 100gr toblerone brætt

Þeytið eggjarauður og sykur vel saman.

Þeytið rjómann.

Saxið niður pekanhnetur og hitið á pönnu með smá sykri eða sýrópi svo þær “karmelliserist” aðeins. 

Bræðið 100g af toblerone og kælið örlítið og hrærið baileys útí súkkulaðið. Blandið svo súkkulaðiblöndunni við eggjarauður og sykur og blandið vel saman. Loks er þeytta rjómanum bætt útí ásamt söxuðu toblerone og söxuðum pekanhnetum. Ísinn er settur í form og svo í frysti. Ef ísinn er settur í form sem er ekki með lausum botni er algjör snilld að setja matarfilmu í botninn og upp fyrir kantana svo það sé auðveldara að poppa honum úr forminu til að skera hann og bera fram. Ísinn þarf að vera í frysti í a.m.k. 5 klst áður en hann er borinn fram. Það er mjög skemmtilegt að setja jóla eða áramótablæ á ísinn með því að skera hann út með kökumótum.

IMG_0622

Berist fram með þeyttum rjóma og ferskum jarðaberjum

Gleðilegt nýtt ár 

hronn

 

 

Ómótstæðilegur prótein súkkulaðibúðingur – Uppskrift

$
0
0

Janúar… Mánuðurinn sem að öll þjóðin er í allsherjar átaki og allir reyna að halda í nýslegið áramótaheit eða jafnvel áramótaheitið frá 1994 ef því er að skipta.

Ég sjálf ákvað að taka ofurmánuð í janúar og starta árinu með stíl og hefur það gengið þokkalega þessa 8 daga sem af er ári og er því tilvalið að prófa sig áfram í eldhúsinu og finna uppá hollara gotteríi til að halda sykurpúkanum aðeins frá.

Ég reyni að vera dugleg að sýna frá matararæðinu inná snappinu mínu ásamt ýmsu öðru ef þið viljið fylgjast með mínum ofurmánuði – Hannsythora
fjarda snap

Ég komst að því að þessi einfaldasti súkkulaði prótein búðingur sem fyrir finnst er algjör himnasending og góður á hvaða tíma dagsins sem er.
Jú draumurinn að borða súkkulaðibúðing í morgunmat rættist 😀

Uppskriftin

Hálfur desilítri chia fræ

Ein skeið súkkulaðipróftein

1-2 dl Mjólk  (Möndlu,kasjú,soya eða venjuleg allt eftir smekk)

OPN-02866-1
Ég nota double rich chocolate sem ég keypti í prótín.is sem er í síðumúla og er einnig með vefverslun www.protin.is
Við höfum keypt þetta prótein í tæp 10 ár og erum mjög ánægð með þessa vöru.
IMG_20180108_122829
Ég set chia fræin í glas eða box og blanda einni skeið af prótíninu útí og blanda vel saman áður en mjólkin fer útí.
IMG_20180108_123000

Eftir að mjólkin fer útí passa ég að hræra vel upp í búðingnum og að ekkert verði eftir óhrært í botninum.

Búðingurinn þarf að bíða í ísskáp meðan fræin drekka í sig vökvann og því er einnig tilvalið að gera búðinginn að kvöldi fyrir næsta morgun.

IMG_20180108_124209

Verði ykkur að góðu! :)
Hanna

Pastasalat og ostasalat – tilvalið í afmælið !

$
0
0

Ég var með 1árs afmæli fyrir Emblu Ýr dóttur mína um helgina og skellti í bæði ostasalat og ótrúlega girnilegt pastasalat. Ég klúðraði því reyndar að taka myndir af öllum undirbúningnum sökum tímaleysis en þetta er alls ekki flókið og bæði salötin má alveg gera daginn áður til að flýta fyrir. 

Pastasalat 

  • 350g soðnar pastaskrúfur
  • 1 pakki skinka
  • 1 bréf pepperoni
  • 1 lítill púrrulaukur
  • mangó í litlum bitum eftir smekk
  • 1 rauð paprika
  • 1 mexíkó ostur
  • 1 piparostur
  • 1 pepperóní ostur
  • 1 dós sýrður rjómi
  • 1 dós Hellmanns majónes (tóma dósin af sýrðum rjóma fyllt af majónes)
  • salt og pipar
  • sítrónusafi

Skinka, pepperoni, ostar, púrrulaukur paprika og mangó skorið í litla bita og blandað saman við pastaskrúfur, sýrðan rjóma, majónes, salt, pipar og sítrónusafa. 

Screen Shot 2018-01-15 at 21.12.48 Screen Shot 2018-01-15 at 21.12.19 Screen Shot 2018-01-15 at 21.12.09

 

Ostasalat

  • 1 camenbert ostur
  • 1 paprikuostur
  • 1 púrrulaukur
  • 1 rauð paprika
  • 40stk rauð vínber
  • lítil dós ananaskurl
  • ca 2/3 dós sýrður rjómi
  • ca 4-5 mtsk Hellmanns majónes
  • svartur pipar

Ostar, púrrulaukur, paprika og vínber skorið í bita og blandað saman. Mesti vökvinn kreistur úr ananas og bætt útí ásamt sýrðum rjóma, majónes og svörtum pipar. 

IMG_0825 IMG_0826

 

hronn

Halloween partý !

$
0
0

Ég er með Halloween partí á hverju ári og mér finnst þetta eitt skemmtilegasta partýið sem ég held. Það er alveg ótrúlega gaman að skreyta fyrir Halloween og ég bæti við auka skrauti á hverju ári þó ég eigi mikið meira en nóg fyrir. Það er bara þannig að það er alltaf pláss fyrir meira skraut !

Ég hef keypt mest allt af mínu skrauti erlendis og mamma og pabbi gleyma því aldrei þegar þau fóru til Boston og ég bað þau um að taka “smá” pakka fyrir mig heim. Þegar þau komu á hótelið þá beið þeirra risavaxinn kassi frá PartyCity sem pabbi hefði líklegast komist sjálfur ofaní. Reyndar leit þetta verr út í byrjun heldur en þegar þau voru búin að taka þetta úr kassanum,  en eins og flestir sem panta reglulega á netinu vita þá er þessu oft pakkað í alveg ótrúlega stórar pakkningar. Þetta fór þó ekki betur en svo að þau þurftu að fjárfesta í auka tösku fyrir heimleiðina bara fyrir Halloween skrautið mitt. Meira að segja þurfti mamma að taka einn draug með sér í handfarangur sem pabbi var búinn að hóta að henda þegar honum fannst alveg nóg komið. En ég minni þau á þetta á hverju ári að það er alveg þeim að þakka hvað það er flott skreytt fyrir Halloween útaf skrautinu sem þau komi með heim. 

Ég er alltaf með svona leikjastöð - hér er halloween beer pong !

Ég er alltaf með svona leikjastöð – hér er halloween beer pong !

Krans sem ég föndraði sjálf

Krans sem ég föndraði sjálf

Skreytti að sjálfsögðu úti líka

Skreytti að sjálfsögðu úti líka

Drykkjarbarinn minn - rauður kokteill og rauð hlaupstaup

Drykkjarbarinn minn – rauður kokteill og rauð hlaupstaup

IMG_0029

Eldhúsið

IMG_0040

Borðstofan

IMG_0039

Stofan

IMG_0037

2,5 M há beinagrind sem hangir í loftinu

IMG_0036

Skrautið inní Mancave hjá Sæþóri

IMG_0031

Gestabaðið

Í ár prófaði ég meira að segja að panta skraut á AliExpress og varð sko alls ekki fyrir vonbrigðum. Hræódýrt skraut í fínustu gæðum. Keypti t.d. 6 risa kóngulær, 1,5M á breidd, svartar og loðnar á 250kr stykkið og fleira sniðugt. Getið séð hana hér fyrir ofan á sturtunni :) 

Mér finnst yfirleitt langskemmtilegast að skreyta og setja upp veisluborðið. Bakgrunnurinn eru 2 mismunandi halloween dúkar sem ég lími bara á vegginn og svo er að sjálfsögðu köngulóarvefur útum allt. Ég er svo með svartan dúk á borðinu og hef alla bakka og diska fyrir matinn svarta eða glæra. Í ár bjó ég til þessa “kertastjaka” úr tómum vínflöskum sem ég spray-aði svartar með möttu sprayi og keypti svo bara svört kerti í Tiger – mjög einfalt að gera en kemur ótrúlega vel út ! 

Ég byrja yfirleitt að skreyta og baka á mánudegi og er að skreyta og dunda alla vikuna. Ég er svo yfirleitt með partýið á laugardegi og þá tökum við Sæþór föstudagskvöldið í að setja allan köngulóarvefinn en það er mesta vinnan við þetta og alveg tveggja manna verk. Límband, bjór og mikið af þolinmæði er hin heilaga þrenning í þessu verkefni ! 

Á hverju ári finn ég svo nýjan veitingar í Halloween þema og er bæði með sætindi og smárétti/snakk. 

IMG_0022

Mummy – ostadip og kex

IMG_0021

Kakan og bikarinn fyrir besta búninginn

IMG_0020

Grasker ælandi guacamole

IMG_0023

Grasker fyllt með ídýfu og grænmeti

IMG_0024

Köngulóa cakepops

Það er að sjálfsögðu skylda að mæta í búning í mitt partý og ég elska það hvað ég á æðislega vini sem eru tilbúnir að taka þetta alla leið og mæta í ótrúlega sniðugum, skemmtilegum og flottum búningum. Það eru svo auðvitað veitt verðlaun fyrir flottasta búninginn í lok kvölds.

IMG_0062IMG_0063IMG_0070IMG_0069IMG_0067IMG_0066IMG_0065 (1)IMG_0064IMG_0074IMG_0071IMG_0072

 

Ég keypti búningana á okkur öll 4 á AliExpress, Sæþór var Harry Potter, ég var beinagrind og Embla og Gizmó voru drekar ! Svo keypti ég aukalega grasker-búning fyrir Emblu í Aberdeen (já ég elska búninga og að klæða saklaus fórnarlömb í þá !) 

IMG_2620 (1)IMG_0010

 

 

hronn

Bestu núðlurnar

$
0
0

Ég er oft með Kínanúðlur í matinn, eins og við kjósum að kalla þær á mínu heimili. Þær eru í mjög miklu uppáhaldi hjá mér, sérstaklega þar sem þetta er frekar ódýr matur en samt fáránlega góður og hollur-ish.

Alltaf þegar ég er með þessar núðlur í matinn rigna inn spurningar á Snapchat um það hvernig við gerum þetta (eða ég geri nú reyndar ekki neitt heldur sér Arnór alfarið um að elda þennan rétt hehe) og ég átti alltaf eftir að gera færslu um þennan rétt og finnst tilvalið að gera það núna eftir smá “bloggstíflu” undanfarið.

En ok ég ætla reyna að babbla ekki endalaust eins og vanalega og ætla koma mér að efninu:

 

Það sem þarf:

Núðlur – ég kaupi frá Thai choice sem fást m.a. í Bónus og finnst þær ÆÐI. Einn pakki er alveg fyrir c.a. 4 fullorðna.

Grænmeti – þetta er bara smekksatriði en við setjum alltaf tvær tegundir í réttinn, t.d. púrrulauk og papriku, papriku og sveppi eða papriku og gulrætur.

Egg – c.a. 9 stk

Hrísgrjón

Sweet chilli sósa – möst á hrísgrjónin! 

 

Aðferð:

Taka núðlurnar úr pakkanum og skola þær með köldu vatni.

Sjóða svo núðlurnar í c.a. 10 mínútur og skola þær svo aftur með köldu vatni, láta þær svo standa (taka vatn af).

Steikja grænmetið og nokkur egg saman á pönnu (c.a. 3 stk) og krydda smá. Setja í skál og geyma til hliðar.

Setja núðlurnar á pönnuna og ágætlega af olíu og bæta eggjunum við (c.a. 6 stk). krydda núðlurnar og velta vel á pönnunni  (val á kryddi fer auðvitað eftir smekk….og jafnvel skapi). Bæta grænmetinu síðan við þegar eggin eru orðin ágætlega vel steikt. Arnór blandar svo smá sweet chilli sósu við þetta allt saman.

Sjóða hrísgrjón.

 

26993970_10155392055829422_4815311313805743715_n

27540324_10155392055679422_1516602664182209070_n

27072390_10155392055529422_6077014379184111421_n

27459343_10155392040344422_3032991633719855543_n

27067253_10155392055399422_2398457052792550482_n

 

Þetta er ekki flóknara en þetta, en mæli 1000% með að setja sweet chilli sósu út á hrísgrjónin, þetta væri ekki eins gott án hennar.

 

Verði ykkur að góðu! :)

 

 

TF

Snapchat og Instagram: tinnzy88

 

 

 

Viewing all 123 articles
Browse latest View live